Bókmenntagetraunin Fræga
Jæja Félagar.Loksins hefur hin margumbeðna Bókmenntagetraun göngu sína á ný.
Eftir að hafa grúskað í bóksafni Dj-Shit, þá fann ég hérna alveg hreint ágætis bókareintak sem flestir ættu nú að þekkja... Við skulum amk sjá til.. Gjörið svo vel:
"Á ströndinni við ysta haf ólu þrjátíu kynslóðir aldur sinn. Til þess að verjast næðingunum, sem nístu merg og bein, reistu þær sér hreysi úr torfi og grjóti, klæði sín ófu þær úr ull og skýldu á þann hátt nekt sinni. Á smákænum öfluðu þær sjófangs; fóður handa nautpeningi fengu þær af túnbleðlum, sem þær ræktuðu kringum híbýli sín. Lífsbaráttan var hörð og krafðist þrautseigju. Sólarlítil sumur og langir ísavetur reyndust oft ofjarlar snauðra búenda og skópu þeim stór örlög og þung. En þó að alltaf væri höggvið í sama knérunn og kynslóðir hafi hrunið til moldar, eins og brimskaflarnir að ströndinni, heldur aldrei tekizt að afmá þessar norðlægu byggðir. Enn sjást rislágir bæir undir fjallshlíðunum og úti við sjó, enn stingur bóndinn spaða sínum niður í moldina þegar vorar, enn kastar fiskimaðurinn öngli í djúpið og dregur þorsk í búið."
12 Comments:
Eretta nokkuð hann Dóri? Og Bolungarvík og Salka og allt það.. og þó.
Sigga
Nei Sigga mín.. ekki hann Dóri.. ég var búin að spyrja um hann og Sölku :) Guess again
ok.. þetta er svoldið pathetic. Ég er sú eina sem er að keppa hérna. Nema hvað. Það er spurning hvort það sé nógu mikið skrúðmælgi í þessu til að geta verið eftir Hallgrím H. hmm... best að hugsa aðeins um hvaða bækur eru í bókasafni þínu..
einhverjar faraóa-bækur, ísfólkið, ástarþvæla, Íslendingasögurnar, Ritsafn Þorgríms Þráinssonar.
Tja. Ekki lítur þetta nú allt gáfulega út. Ætli líklegasti kandídatinn sé ekki Þorgrímur? Þessi texti virðist mjög mikið íslenskur raunveruleiki og það var nú hans helsta umfjöllunarefni.
Sigga
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
hvaða helv.. gyðingur er þetta að þvælast inní kontrapunktsbókmenntagetraunina þína?? "jew1" er það ekki bara aðalgyðingurinn?? Jessi Krissi?!
sg
Góðar ágiskanir, en ekki réttar.
Bókin er þónokkuð eldri en Landið handan fjarskans eftir Eyvind.
Ps.Sigga þér ferst að tala um ástarþvælu.. hver er að lesa um klúrt steinaldarmanna ástarlíf...? heheh ;)
ÞAð hefði nú verið flott hefði þetta verið JK, en einhvern veginn efast ég um að hann sé kominn í netsamband.. eníveij.. ég vil enga útlendinga í bókmenntagetraunina mína.. ekki nema þeir komi með almennilega tilgátu!
P.s. Þorgrímur rokkar!!
ha! Svartfugl! eftir þarna.. Gunnar eitthvað.
sg
Neibb.
þessi texti er líklega úr Sögu Íslands VI bindi, eða barasta úr sjálfri Íslandssögunni
Þetta er úr Sögu Íslands VI bindi eða úr Íslandssögunni þinni.
Nei, þetta er skáldsaga.
Reyndu betur mamma ;)
Skrifa ummæli
<< Home