sunnudagur, febrúar 22, 2004

#%$#@!!!!!*

*) ljótt orðbragð sem ekki má vera í Andrésblaði


Þegar ég byrjaði að blogga hérna um "árið" ætlaði ég sko að fara að semja einhverjar svaka klausur um einhver svakaleg málefni. Skrifa eitthvað djúsí og merkilegt. En svo nún hef ég komist að nokkru... það fyrsta er að ég nenni auðvitað ekki að skrifa neitt djúsí eða merkilegt.. þá þarf maður að fara að standa í einhverri rannsóknarvinnu til að vera viss um að fara með rétt mál og bla bla, og þá er þetta eins og að vera að gera ritgerð fyrir skóla.. og hver nennir svoleiðis nema að fá eitthvað að launum, s.s. einkunn, laun eða eitthvað álíka... Svo er það líka annað mál að ég er barasta alls ekki jafn andrík og ég hélt mig vera.. Ef ég fæ einhverja brilljant hugmynd að einhverju til að rausa um, þá er ég búin að steingleyma henni um leið og ég fer að hugsa um eitthvað annað.. Það getur verið erfitt að horfast í augu við raunveruleikann stundum, en það er líka gott að vera ekki með einhverjar falshugmyndir um sjálfan sig eða eigin getu. Ég þarf ekkert að skrifa um einhver stjórnmál, siðferðismál eða annað "high profile" rusl.. það er til nóg af þessu andríkisliði sem situr og bloggar um svoleiðis stöff, alveg eins og það er til nóg af liði sem bloggar um tyggjóið sem það steig í í gær eða klósettpappírinn sem gleymdist útí búð..
Ég ætla bara að blogga það sem mér dettur í hug og er hætt að rembast við eitthvað annað (þó svo að ég hafi ekki verið mikið af því...), þið sem hafið eitthvað út á mig að setja getið bara hoppað uppí ******** á ykkur og farið á frelsi.is!!!!
Fokk jú og góða nótt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home