laugardagur, febrúar 14, 2004

Ég hef ekki nennt að blogga undanfarið...
Er eiginlega komin með nóg af öllu tölvuveseni. Nenni ekki einu sinni inná msn eða neitt.. það er hvort eð er enginn þar til að spjalla við.. Aumingja vinalausa Ég.. hehe..
Nei nei.. Stundum er maður bara ekki í stuði fyrir svona margmiðlunardót.. Maður hálf saknar stundum hinna einfaldari tíma.. Þegar maður vissi ekki einu sinni hvað internet var, farsímar voru á stærð við heilt faxtæki og aðeins 1 af 100 átti slíkt fyrirbæri, geisladiskar og -spilarar vorú nýjasta nýtt og það var töff að vera með sítt hár og hlusta á dauðarokk...*sniff*

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home