miðvikudagur, febrúar 04, 2004

Þetta eru nú meiri trúðarnir þessir ráðamenn þjóðarinnar...
Óli er fúll af því að hann var skilinn útundan og Davíð reynir að þvo hendur sínar hreinar af þessu eins og öllu öðru.. "Ég gerði ekki neitt af mér. Í alvöru!" Mér finnst dálítið fyndið hvað hann er alltaf að reyna að sýna fram á að allir (nema hann auðvitað) hafi rangt fyrir sér og hann sé saklaust fórnarlamb í einhverjum ásökunarleik... Þessi maður sem hefur verið alvaldur í íslensku stjórnmálalífi í meira en áratug og ekkert má segja við.. (Þetta er að breytast í argasta banalýðveldi)
Ég er sosum sammála því að hann Óli hefði alveg mátt vera á landinu, en það er nú samt þvílík óvirðing sem forsetaembættinu er sýnd með þessu...
Það andar köldu milli Óla og Dabba.. ég held frekar með honum Óla, hann er ekki jafn mikill leiðinda hrokagikkur og hinn trúðurinn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home