Ég vildi að ég hefði ofurkrafta. Ég myndi þá breyta veðrinu svo það verði flogið um helgina.. Eða þá myndi ég bara fljúga sjálf.. það væri mikið betra.. ekki borga nein okur flugfargjöld.
Það er reyndar alveg útí hött hvað Flugleiðir geta leyft sér að okra á okkur landsbyggðarlúserunum. Til Reykjavíkur fram og til baka getur verið nærri 20 þúsund krónur. Það er bara jafn mikið og til London. 400 kílómetrar á móti 3500.. Svik og prettir segi ég nú bara! Svona er þetta þegar engin samkeppni er.. Þá er bara leyft sér að bjóða upp á lousy þjónustu og okurverð.. Maður fær fargjaldið ekki einu sinni borgað til baka ef maður kemst ekki.. nema auðvitað að maður hafi borgað 8000 fyrir aðra leiðina.. það eru einu fargjöldin sem maður fær endurgreidd..
Svona er þetta í þessu blessaða þjóðfélagi.. það fer bráðum að vera aðeins á færi þeirra efnaðri að ferðast innanlands, eða bara gera hvað sem er, ef útí það er farið.. Að kaupa sér litla íbúðarholu í Reykjavík er dýrara en að fá sér eitt stykki fínasta einbýlishús úti á landi... Fuss..
"Já íslenskir ráðamenn, þeir eru svín!
Á meðan alþýðan biður um mat, sitja þeir og troða á sig gat.
Hendum þeim fyrir hundana!
Látum þá drekka hland!
Og hér mun rísa fyrirmyndarland!"
-Dúettinn Plató, af plötu Fóstbæðra.
(p.s. allt í góðu gamni gert...nenni ekki að reyna að láta einhverja karlfauska drekka hland.. hundarnir eru samt annað mál..)
miðvikudagur, janúar 07, 2004
is what she tried to say
Um mig
- Nafn: Sigrún
- Staðsetning: Bæli Syndarinnar, Íslenska Bananalýðveldið, Iceland
Nýjasta draslið
- Ný vika, nýtt ár, nýjar áætlanir... Ætli maður e...
- Bölvaður þessi Háskóli að pína mann svona í bið ef...
- Hahaha, loksins er vælustelpan farin heim!! Who ca...
- Idol í kvöld maður. Hver skyldi fara heim í þetta ...
- Gleðilegt nýtt ár!! 2004 skal sko verða gott ár! Ó...
- Mér tókst að skvetta súkkulaði innan á aftanvert h...
- Hjarta er Tromp "Hin kornunga og fagra Cerissa er...
- Oj hvað tíminn milli jóla og nýárs er leiðinlegur....
- Ross: "I am like Indiana Jones..!!" Alveg frá bar...
- Jóladagur er dagur leti, það er sko alveg bókað má...
Hlekkir
Ákaflega mikilvæg tímasóun
Blog This!
Vinsældakönnun alþýðunnar:
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home