Ross: "I am like Indiana Jones..!!"
Alveg frá barnæsku hef ég verið heilluð af Forn-Egyptum. Alveg heint ótrúleg menning sem þeir þróuðu og hafði áhrif á önnur menningarríki nær og fjær og hefur enn þessa kynngimögnuðu töfra. Í þúsundir ára voru faraóarnir við völd í Nílardalnum á meðan aðrar þjóðir, svo sem Súmerar í Mesópótamíu(nútíma Írak, dalurinn milli fljótanna Efrat og Tígris), Babýlóníumenn og Hittítar í Anatólíu (nútíma Tyrkland) risu og féllu.
Heródótus, gríski sagnaritarinn-oft kallaður "faðir sagnfræðinnar"- kallaði Egyptaland "Gjöf Nílar", því án Nílar og framburðarins úr henni hefði verið lítið um ræktunarland þar. 3100 fyrir Krist er Efra- og Neðra-Egyptaland sameinað af Menesi konungi. Með hans valdatíð hófst tímabil í sögu Egyptalands kallað "Fornríkið" en það var til 3150 fyrir Krist. Miðríkið hófst 2040 f. Kr. og var til 1640 f. Kr. þegar Hyksosmenn gerðu innás í Egyptaland. Egyptar náðu aftur stórn landsins um 1552 f. Kr. og hófst þá Nýja Ríkið og á þeim tíma ríktu helstu faraóarnir, svo sem Tútmósis III, Amenhótep IV(Akhenaton) og Ramses II. Á tímum Fornríkisins voru Sfinxinn og pýramídarnir miklu reistir. Þeir eru í Giza sem er rétt hjá höfuðborginni Kaíró. Khufu/Keops pýramídinn er sá stærsti, en hann var grafhýsi Khufu konungs og var eitt af Sjö undrum Veraldar í fornöld. Hin voru Pharos vitinn í Alexandríu, loftgarðarnir í Babýlon, Risinn á Rhódos(stytta) , Artemishofið í Efesus í Grikklandi, Líkneskið af Seifi á Ólymposfjalli og grafhýsi Mausolus konungs í Litlu-Asíu.
Saga fornaldar er alveg ótrúlega spennandi þar sem mjög litlar heimildir eru til og mjög sjaldan eru til samtíma og/eða samanburðarheimildir. Helstu heimildir um fornöldina eru fornleifarnar ásamt áletrunum sem finnast á veggjum, steinum og munum. Eitt það helsta sem varð til þýðingar á híeróglýfum(ritmál Forn-Egytpta) Egyptanna var Róstettusteinninn sem fannst rétt fyrir aldamótin 1900. Á honum voru áletranir sem frakkinn Champollon þýddi og opnaðist þá stór heimur fyrir fornleifa- og sagnfræðingum sem var þeim algerlega lokaður áður. Árið 1922 fann Lord Howard Carter gröf Tútankamons faraós sem ríkti 1347-1337 f. Kr. Það er talinn einn af fornleifafundum aldarinnar, þar sem gröfin var með öllu óhreyfð frá því að hún var innsigluð nærri 3000 árum áður.
Er það nokkuð skrítið að mann langi til að verða eins og Indiana Jones..? ;)
föstudagur, desember 26, 2003
is what she tried to say
Um mig
- Nafn: Sigrún
- Staðsetning: Bæli Syndarinnar, Íslenska Bananalýðveldið, Iceland
Nýjasta draslið
- Jóladagur er dagur leti, það er sko alveg bókað má...
- Gleðileg jól elsku ungarnir mínir! :D
- Só liv end let dæ!
- Oh, hvað þetta er gaman. :) Ég er búin að þýða bl...
- jóla jóla jóla.... -skata: Skemmtilegur vesfirskur...
- Þynnka, þreyta og vídeó.. Hversu ægilegt væri líf...
- Jæja Jæja. Þá er maður nú kominn í langþráð jólafr...
- Er Courtney Love ábyrg fyrir dauða Kurt Cobain??? ...
- Hey, var að skella nýjum link inn, Anomalies-unlim...
- Frost í Ísafjarðarbæ og jólin nálgast... Enn ein ...
Hlekkir
Ákaflega mikilvæg tímasóun
Blog This!
Vinsældakönnun alþýðunnar:
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home