Frost í Ísafjarðarbæ og jólin nálgast...
Enn ein jólin að koma, þetta er farið að vera dálítið grunsamlegt.. Mér finnst að það ætti bara að halda upp á jólin annað hvert ár, það er alltaf hreint jól! Maður er nýbúinn að taka niður jólaskrautið, þá þarf maður að fara að hengja það aftur upp. Ekki það að ég hafi neitt verið að taka það niður sjálf eftir síðustu jól...hehehh
Og að það skuli vera að koma jól, þýðir eitt annað sem ég er ekki allsherjar hrifin af... það styttist í afmælið mitt. Síðan ég náði 20 ára aldri hef ég barasta ekkert haft gaman að því að verða árinu eldri.. og núna er ég að verða 25 ára.. kvartaldargömul! Þetta er skelfilegt, það ætti að banna svona vitleysu!
Ég held ég sé nú orðin alveg heilaþvegin af sjónvarpinu... Það vitið.. maður tekur stundum upp sjónvarpsefni sem maður vill ekki missa af.. Well, ég er farin að taka upp næstum því að hverju kvöldi.. ég tók meira að segja Jay Leno upp í kvöld! Það var nú bara af því að í þættinum var hinn nokkuð flotti Orlando Bloom a.k.a. Legolas Greenleaf.. (Get ekki beðið eftir að sjá LOTR!)
Maður fær nú ekki alltaf að ráða sjónvarpsdagskránni hér á bæ.. Það gerist nefnilega að hann karl faðir minn hefur voðalega gaman að því að sitja með eins margar fjarstýringar og hann nær í og skipta um stöð.. helst á 10 sek. fresti. Svo þarf hann auðvitað að rannsaka textavarpið á báðum stöðvum gaumgæfilega og fletta upp á hverri kvikmynd sem sýnd er það kvöldið....þannig að það er mjög erfitt að horfa á sjónvarpið þegar hann er með fjarstýringarnar sínar... Annars á ég sjálf þetta fína 28" sjónvarp, en það á víst að vera eitthvað erfitt að koma loftneti inn í herbergið mitt.. þess vegna tek ég upp svo ég geti nú notað þetta blessaða sjónvarpstæki mitt.. sumir eru nú eitthvað að fárast yfir því að ég skuli yfirleitt eiga sjónvarp.. "Þú hefur ekkert að gera með svona.. seldu það bara og notaðu peninginn tila ð greiða skuldir....".. Það er nú ekki eins og maður eigi 400 þúsund króna wide screen sjónvarp sko.. ég fengi ekki meira en 20 þúsund fyrir þetta.. Glætan!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home