föstudagur, janúar 16, 2004

Þá er maður búinn að taka þetta blessaða jólatré niður... Auðvitað beið það eftir mér þegar ég kom heim frá Reykjavíkinni.. búin að vera veðurteppt þar í 4 daga. Það hefði verið mikið skemmtilegra að vera svona veðurtepptur ef maður hefði átt svona 100 þúsund kall og verið með bíl.. Þá hefði ég sko slegið í gegn....
En þessi flugferð heim var nú ekkert grín.. Ég var að verða klikkuð á einhverjum krakka sem var alveg á útopnu þarna á vellinum í rauðum skrattafötum(hæfði vel) og söng "Bubbi byggir" hásöfum út um alla flugstöð,ásamt því að öskra mikið þess á milli... Mér til mikils hryllings var þessi sami púki í sömu vél vestur með móður sinni sem gerði lítið til að þagga niður í "litla englinum" sínum.
Las grein í Skýjum um ritalinnotkun íslenskra barna.. Við erum í 3. sæti yfir þær þjóðir sem nota mest ritalin á börnin sín. Þetta hefur aukist alveg ótrúlega síðastliðin ár. Það getur ekki verið að allt í einu hafi bara komið sprengja og allir að eignast ofvirk börn. Fólk kann bara ekki að ala upp börn lengur. Kaupir sé frið með tölvuleikjum og sælgæti.. og eini raunveruleikin sem þessi börn fá að kynnast er að drepa eða vera drepinn, sem gildir í flestum þessum tölvuleikjum. Kynslóð óþekkra dópista er að alast upp. ..ég er að hugsa um að fá mér bara hund.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home