mánudagur, apríl 16, 2007

Hinir ósýnilegu

Halló halló.
Mér hefur hlotnast smá tími til að koma upp og anda. Það er búið að vera hreinlega kreisí að gerast hjá mér í vetur í skólanum verkefni á verkefni ofan og próf þar á milli. Núna hef ég lokið 2 fögum, þar sem ég hef tekið heimapróf og skilað gommu af verkefnum, og á þá aðeins eitt lokapróf í síðasta faginu eftir. Það verður svona próf af gamla skólanum.. mæta í próf og reyna að muna allt sem maður er búinn að lesa og fá svo skriftarkrampa. Það er svo fyndið með prófin í háskólanum.. Alltaf þegar það eru próf, þá birtist einkennilegur hópur fólks sem mann grunar að "sörfeisi" bara í desember og maí.. það er prófyfirsetufólkið. Hvaðan kemur þetta fólk eiginlega?? Ekki eru þetta starfsmenn skólans þar fyrir utan.. amk það held ég ekki, því aldrei sér maður þetta fólk í byggingum skólans á milli próftíða. Megnið af þessu fólki er fólk sem komið er af besta aldri og sumir eru meira að segja svo aldurhnignir að maður er skíthræddur um að það hrökkvi upp af fyrir framan mann. Stendur háskólinn fyrir smölun á nánustu elliheimilum og íbúðum aldraðra til að fá fólk passa upp á að óprúttnir háskólanemar séu ekki með kókið sitt upp á borði og enga svindlmiða í pennaveskinu? Þetta er mér ráðgáta.

4 ummæli:

  1. bara ad senda kvedju fra solinni og hitanum i Italiu :)

    SvaraEyða
  2. Blessuð gellan mín, hef nú bara ekki séð þig svo árum skiptir og núna farið að nálgast það hvað varðar að heyra í þér.
    Vonandi gengur allt vel varðandi skólann og þá að sjálfsögðu lífið utan skólans líka :)
    Hefði verið gaman að hitta þig á Húsavík um páskana en það fórst eitthvað fyrir.
    Verðum endilega duglegri að vera í sambandi ef við erum ekki of latar til þess :P
    Seinna hun *knús*

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus5/5/07 20:32

    Voða Akureyrskir straumar hér á blogginu núna! ..ef mér skjátlast ekki um þessar dömur hér á undan.

    Allavega: Nýtt blogg, nýir tímar, vinsamlegast breyttu hlekki! www.sigridarstadir.blogspot.com

    Sjáumst sún

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus5/5/07 21:31

    hó hó hó!

    Hvað finnst yðar hátign um þetta:

    http://www.hellomagazine.com/celebrities/2007/05/04/sacha-cohen-freddie/

    Ég fagna öllu svona!!

    SvaraEyða