mánudagur, nóvember 28, 2005

Keðjubréf

Fékk þetta frá Önnu frænku, búin að fá svona nokkrum sinnum áður.. og í staðinn fyrir að senda til fullt af fólki ákvað ég bara að setja þetta á síðuna mína....

1. HVENÆR VAKNARÐU Á MORGNANA? eins seint og hægt er...

2.EF ÞÚ GÆTIR SNÆTT HÁDEGISVERÐ MEÐ EINHVERJUM FRÆGUM, HVER VÆRI ÞAÐ? Freddie Mercury auðvitað!

3. GULL EÐA SILFUR? Silfurlitað gull..það er verðmætara.. haha!

4. HVAÐ VAR SÍÐASTA MYNDIN SEM ÞÚ SÁST Í BÍó? Harry Potter & the Goblet of Fire. Gaman Gaman

5. UPPÁHALDS SJÓNVARPSÞÁTTURINN? Rock star: INXS, Survivor, CSI, So you think you can dance, Friends, Farscape...osfrv..

6. HVAÐ BORÐARÐU Í HÁDEGINU ? Ef ég er vöknuð...þá er það sennilega bara langloka og kókómjólk....

7. HVAÐ LANGAR ÞIG AÐ GERA ÞEGAR ÞÚ ERT ORÐINN STÓR? Vera merkilegur sagnfræðingur og fornleifafræðingur, finna Atlantis, ráða heimsgátuna.....

8. GETURÐU SNERT NEFIÐ Á ÞÉR MEÐ TUNGUNNI? Já.

9. HVAÐ VEITIR ÞÉR INNBLÁSTUR? Sagan...

10. HVAÐ ER MIÐNAFNIÐ ÞITT? Halla

11. STRÖND, BORG EÐA SVEITASÆLA? Borg

12. SUMAR EÐA VETUR? Sumar, vetur, vor og haust. Allar árstíðir hafa hafa sinn sjarma.

13. UPPÁHALDS ÍS? McDonalds ís og Aktu Taktu ís.

14. SALT, SYKUR EÐA SMJÖR Á POPP? Salt. Hitt er hálf vibbalegt.

15. UPPÁHALDS LITURINN ÞINN? Bleikur, blár, fjólublár.

16. UPPÁHALDS BÍLLINN ÞINN? Bíllinn minn.. Rauðbleikur VW Polo -sætasti bíll í heimi.

17. HVAÐ FINNST ÞÉR BEST AÐ BORÐA Á SAMLOKU? hnetusmjör og sultu.. mmmm...

18. HVERT FÓRSTU SÍÐAST Í FRÍ? Frí? hvað er það? Skóli á veturna, vinna á sumrin.... Fór síðast til Danmerkur vorið 2004 og Austurlands um versló 2004. Annars bara flakk á milli Ísó og Reykjavíkur. OG svo audda jól og páskar.. það geta alveg verið frí..

19. HVAÐA PERSÓNUEIGINLEIKA FYRIRLÍTURÐU? Þegar fólk telur sig verða hafið yfir aðra.

20. UPPÁHALDSBLÓM? Hvítbleikar/hvítbláar rósir.

21. EF ÞÚ YNNIR STÓRA POTTINN Í LOTTÓINU, HVERSU LENGI MYNDIRÐU BÍÐA ÁÐUR EN ÞÚ SEGÐIR FÓLKI FRÁ ÞVÍ? Það yrði sennilega ekki langur tími.... ábyggilega næst þegar ég fengi mér bjór...

22. SÓDAVATN EÐA VENJULEGT VATN? Sódavatn: rauður Kristall Plús -besti drykkur í heimi.

23. HVERNIG ER BAÐHERBERGIÐ ÞITT Á LITINN? Hvít-gult- maður fær víst ekki að ráða neinu á Stúdentagörðum.

24. HVAÐ ERU MARGIR LYKLAR Á LYKLAKIPPUNNI ÞINNI? 3-4

25. HVAR ÆTLARÐU AÐ EYÐA ELLINNI? Einhversstaðar á eyju í Miðjarðarhafi...

26. GETURÐU JÖGGLAÐ? Bara með 2 boltum.....hef samt ekki tékkað á því lengi..

27. UPPÁHALDS DAGUR VIKUNNAR? Allir þeir dagar sem ég get sofið út...

28. RAUÐVÍN EÐA HVÍTVÍN? Bæði

29. HVERNIG EYDDIRÐU SÍÐASTA AFMÆLISDEGI? Fyrsti skóladagurinn á Vormisseri... skóli til 5 ef mig minnir rétt... svo bjór með vinkonunum og matur með mömmu og pabba.

30. ERTU MEÐ LÍFFÆRAGJAFAR KORT? Nei, ekki enn.

31. HVORT MYNDIRU VILJA EIGNAST STRÁK EÐA STELPU? Hóst...Ég væri bara til í gæludýr eins og er... engin börn strax takk!

32. HVAÐ KEMUR ÞÉR Í GÍRINN? Það misjafnt eftir því hvaða gír er verið að tala um....

33. ERTU FEMINSTI? Örlítill...

34. FLOTTASTI LÍKAMSHLUTINN Á HINU KYNINU? Handleggir og axlir.

35. ELSKARÐU EINHVERN? Jájá.. fullt af fólki!

36. SEGÐU EITTHVAÐ FALLEGT UM MANNESKJUNA SEM SENDI ÞÉR ÞETTA! Anna Marín er æðisleg manneskja og uppáhaldsfrænka mín!

37. FRÁ HVERJUM ERU MINNSTAR LÍKUR Á AÐ ÞÚ FÁIR ÞETTA SENT TIL BAKA? ég held ég sendi Önnu þetta bara og set þetta svo á síðuna mína http://dj-shit.blogspot.com/ og þeir sem vilja mega senda mér um sig...Það væri bara gaman. Skora á fólk amk!

38. HVER HELDURÐU AÐ VERÐI FYRST/UR TIL AÐ SENDA ÞÉR ÞETTA TIL BAKA? Ætli nokkur nenni því?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home