mánudagur, júlí 04, 2005

It's raining cows and horses

Það ætlar hreinlega ekki að hætta að rigna. Það er bara eins og það sé haust þessa dagana, en ekki byrjun júlí. Fegin er ég að þurfa ekki að vinna úti við þessar aðstæður... fæ samt slatta af kvarti yfir kulda, bleytu o.s.frv... reyndar þarf ég minnst að höndla kvartanirnar þar sem flokkstjórarnir fá megnið af þeim.... "megum við fara heim?", "er komið kaffi?", "hvað er klukkan?"(eftir að hafa spurt 5 mínútum áður), "fæ ég laun ef ég fer núna?" "Núna má ég sópa, þessi er búinn að sópa í klukkutíma!!" eru oft vinsælar setningar. Þetta er fimmta sumarið sem ég starfa í vinnuskóla og það fjórða í Vinnuskóla Ísafjarðarbæjar, en ég er fyrst núna í yfirmannsdjobbi... kinda sad.. en já. þegar maður er í skóla er þetta fín vinna á sumrin.. gott að vera úti í góðu veðri og láta unglingana gera sig gráhærða.. annars eru þau bestu skinn, þó sumir eigi það stundum til með að kvarta, en maður tekur því bara sem hluta af gamaninu oftast.. maður man svo sem alveg sjálfur hvað þetta gat stundum verið leiðinlegt þegar maður var unglingur...
Well.. vona að veðurguðirnir fari nú að líta okkur mildari augum.. annars er líka kvartað yfir sólskini, þannig að það skiptir sosum ekki.. það væri bara ágætt að geta farið aðeins út í sólskinið til að fá smá lit í kinnarnar.. ómögulegt að vera allltaf á litinn eins og Drakúla..

4 Comments:

At 6/7/05 10:25, Anonymous Nafnlaus said...

heyr heyr, hvar er góða veðrið eiginlega...?

 
At 7/7/05 17:58, Anonymous Nafnlaus said...

well, þetta er pís of keik miðað við kvabbið sem ég er í alla daga.

Krakkaaaaaar, í hundraðasta skipti. það er BANNAÐ að sniffa slátturvélarbensínið.

Helvítis dýrin eru stónd dagin út og inn.
Ég er búin að taka slátturvélina (og þ.a.l bensínið) burtu og á morgun fá þau að prófa að slá heilt tún með garðklippum
hahahaahah.......
-Fashíd

 
At 13/7/05 21:00, Anonymous Nafnlaus said...

hæhæ hvernig væri að vera duglegri að blogga meðan þú er á ísó?

 
At 22/7/05 17:30, Anonymous Nafnlaus said...

hæhæ sæta hvernig væri að blogga smá,það væri nú gaman að vita hvað þú værir að gera þarna fyrir vestan:) og hvenar kemur svo stelpa í borgina????

 

Skrifa ummæli

<< Home