Frelsið framundan
Jæja, þá er aðeins eitt próf eftir hjá mér. Mannkynssaga 3 á morgun, það er, mannkynssaga frá 1830-1939, voða gaman.. stríð, iðnvæðing, stríð, fólksflutningar, stríð, byltingar, stríð, heimsvaldastefna, stríð, verkalýðsfélög, stríð, kvennabarátta, stríð... og svo lengi mætti telja. Merkilegt hvað fólk hefur frá aldaöðli verið æst í að fara í stríð.. það er eins og fólk haldi að það bæti hlutina eitthvað, en ekki get ég munað eftir neinu stríði þar sem kostirnir hafa verið fleiri en gallarnir ...Ég verð sumsé búin í prófum á morgun kl. hálf fimm.. Við stelpurnar ætlum að gera okkur glaðan dag og er búið að ákveða að skála í freyðivíni um leið og komið er út úr prófi, þar sem elskan hún Guðrún verður hvorki meira né minna 25 ára á morgun, og vil ég nota þetta tækifæri til að óska henni innilega til hamingju með þennan merkilega áfanga- því ekki mun ég blogga neitt á morgun... Í tilefni dagsins ætlum við svo út að borða; ég, Guðrún, Heiðrún og Hafdís og verður svo haldið í próflokapartý Fróða-félags sagnfræðinema, þar sem lífsins vatn (aka bjór) verður flæðandi út úr dyrum. Þá verður margt um dýrðir, meðal annars er planað að halda Sing Star keppni, en ég er nú ekki viss um að sadismi minn sé nógu mikill til að taka þátt í þeim verknaði.. En mikið mun verða gaman hjá mér þar sem ég hef haldið mig nokkurn veginn á mottunni undanfarnar vikur, þó ég hafi svindlað smá 2-3 sinnum og hresst uppá skapið með smá öldrykkju.. en þó ekkert farið í bæinn, sem eru nú framfarir hjá djammglaðri manneskju eins og mér...
En jæja, aftur að lestri.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home