Tölvunördið
Já ég segi það eins og ég stend hér! Ég er orðin hið versta tölvunörd! Er búin að vea í tjúlluðum fortíðar-fílinga að spila gamla DOS-leiki sem ég fann á
http://www.abandonia.com/index2.php. Er líka að skemmta mér svona konunglega við þetta. Ég þurfti að setja upp DOS-Box í tölvunni (svona eins og pc-tölvur voru alltaf áður en windows tók yfir heiminn), en það reyndist bara hið minnsta mál. svo dánlódar maður stöffinu bara og unzippar það bara og (Win)Zip-Bamm-Búmm, allir gömlu gömlu góðu félagarnir frá 9 og 10 áratugnum vakna aftur til lífsins; Larry Laffer, Roger Wilco-hreinsitæknihetjan í Space Quest og Officer Sonny Bonds úr Police Quest birtast allir sprelllifandi á skjánum eftir langan svefn. Mikið fjör. Mæli með þessu fyrir nostalgíufíkla.
2 Comments:
Larry.. það var nú meira krípið.
sigga
komin með nýja síðu blog.central.is/asiggan
Skrifa ummæli
<< Home