föstudagur, janúar 28, 2005

Bíóferð Dauðans

Ég fór í bíó um daginn. Sá myndina Alexander, sem fjallar um Alexander mikla. Það er nú ekki í frásögur færandi nema hvað, að bíósalurinn var hreinlega fullur af FM-hnökkum, tístandi stelpum og ég veit ekki hvað og hvað. Ég er ekki frá því að egótripps hnakkarnir af kallarnir.is hafi setið við hliðina á okkur Línu systur. Indælt...
En já, aftur að myndinni. Eins og alþjóð veit, var Alexander mikli makedónískur herforingi og konungur og réði yfir herjum Grikkja á 4. öld fyrir Krist. Hann réðist inní Egyptaland, Persíu og löndin fyrir botni Miðjarðarhafs og tók völdin þar. Hann reyndi að taka Indland undir sig, en varð frá að snúa. Eníhá...þá er alkunna að á þessum tímum þótti lítið til koma þótt karlmenn lægju saman og áttu í ástarsambandi. Þetta var bara eitthvað sem þótti eðlilegt. Ást milli karls og konu var ekki jafn göfug og milli 2 karlmanna. Menn giftust konum, en áttu oftar en ekki í sambandi við karlmann, en það þótti ekki vera framhjáhald. En jæja. Í þessari mynd um Alexander, sem var leikinn af ljóshærðum Colin Farrell, kom greinilega fram þessi hlið á lífi Grikkja. Alexander átti í sambandi við karlmenn og þá aðallega vin sinn Hephaistion, sem var leikinn af hinum snoppufríða Jared Leto. Alltaf.. og ég meina ALLTAF þegar "rómantískt" eða vottur af kynferðislegu atriði var milli karla þá heyrðist víða að úr salnum "HOMMI!" "OJ!" og svo auðvitað hin óumflýjanlegu fliss í kjölfarið. Einmitt þegar fyrsta atriði þeirrar tegundar í myndinni var þá heyrðist allhátt í ljósabekkjabrúnu strípuðu hnökkunum við hliðina á okkur : "var hann hommi?" með miklum undrunartón... "haaaa?"
Það ætti ekki að hleypa svona fólki nálægt venjulegu fólki....
Mér fannst þessi mynd bara fín, þó að bjálfarnir í salnum hafi verið ansi truflandi á köflum, og var einmitt sérstaklega ánægð með þessa hlið sem Oliver Stone sýndi. Hún hefur ekki fengið góða dóma og þá sérstaklega ekki í Bandaríkjunum(sem er, by the way, fordómafyllsta þjóð í heimi). Það vil ég bara skýra með því að fólk er ennþá svo svakalega forpokað og fordómafullt að ekkert má bregða út af þessu áætlaða normi sem við eigum helst öll að lifa eftir. Allir eiga að vera steyptir í sama mótið, allir fallegir og allir eins. Allar myndir eiga að vera með karli og konu sem eiga að enda saman að lokum.(note: ekki fussar fólk og sveiar þegar konur kyssast í myndum.. og í guðanna bænum ekki hugsa: "en það er allt öðruvísi.." það er það bara ekki neitt!)
Við getum ekki alltaf ætlast til þess að hlutir hafi alltaf verið eins og þeir eru í dag. Það voru allt önnur sjónarmið á þessum tímum og það sem þótti sjálfsagt þá situr undir fordómum hjá okkur og svo öfugt. Maður þarf ekki nema að fara til annars lands til að finna eitthvað sem er allt öðruvísi en í okkar nútíma þjóðfélagi.

Notum tækifærið. Verum fyndin.

7 Comments:

At 28/1/05 02:19, Blogger Jason said...

intense!

love,
jason mulgrew
internet quasi-celebrity

 
At 28/1/05 02:26, Blogger Sigrún said...

A whatta?? Hvaða útlendinahyski er alltaf að ráðast inní commentin mín og þykjast skilja mál vort? tout a la fruit

 
At 28/1/05 10:28, Anonymous Nafnlaus said...

I love you!
Greetings from your friend
Professor Salamad Issah
Ghana

tíhí..

 
At 28/1/05 16:13, Anonymous Nafnlaus said...

Sigrún þú er bara komin með aðdáendur frá úglöndunum!!
Útrýmum hnökkunum og bönnum þeim að fara í bíó hananú.
Kv. Hildur

 
At 30/1/05 01:51, Anonymous Nafnlaus said...

Eg sé að jólagjöfin kom að góðum notum í þessum pistli;) Eg var að horfa á myndina í gær og ég er ekki sammála þér um ágæti hennar. Fannst hún hoppa úr einu í annað og einnig of mikið gert úr þessu hommadæmi, það var eins og það skipti leikstjórann mestu að sýna að stríðshetjur geta líka verið hommar en að segja almennilega frá lífi Alexanders. Colin Farrel var engann veginn trúverðugur í þessu hlutverki að mér fannst, hvað var málið með írska hreiminn??
kv Stóri b

 
At 2/2/05 12:14, Blogger Sigrún said...

Jólagjöfin var nú reyndar óvart skilin eftir á Ísafirði, þannig að ég gat lítið vitnað í hana sem heimild, en ég mundi nú slatta síðan í Mannkynssögu 1 í forðum daga.
Ég vildi nú samt ekki láta í það skína að þessi mynd væri einhver frábær heimild um efnið, því fæstar epískar myndir eru sannleikanum samkvæmar, sbr. Troy sem var ekki einu sinni eftir Illíonskviðu. En maður á auðvitað ekkert að taka þessu sem einhverjum sannleik, heldur bara sem skemmtiefni.
Og mér finnst írski hreimurinn bara frekar skemmtilegri en ameríski hreimurinn sem allir hinir eru með alltaf...
Þetta var bara ágætis skemmtun.. kannski fannst mér það bara af því að ég er kvenmaður og var ekki mikið að spá í öðru en sætu strákunum :D

 
At 24/2/05 20:02, Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er alveg exelent.oh ég er svo föst inn í sms skilaboðum.Ýti alltaf nokkrum sinnum á hvern takka á lyklaborðinu.híhí.já þetta er mjög svo fræðandi síða hjá þér og ætla ég að nýta mér hana til góðs.Bíð þér í útskriftarveisluna mína í vor:)luv'ya bæbæ

 

Skrifa ummæli

<< Home