fimmtudagur, maí 26, 2005

Borg ógnarinnar yfirgefin

Þá er maður fluttur aftur út á land, til Ísafjarðar, eða Bæjar Dauðans eins og ég kallaði hann forðum daga. Eftir mikið púl og puð við að flytja úr blessaðri Stúdentagarða íbúðinni minni og koma draslinu fyrir hjá ættingjum keyrðum við systir mín dauðþreyttar vestur til Ísafjarðar á bíl fullum af drasli sem ég gat ekki skilið við yfir sumarið... Reyndar tók ég þá merkilegu ákvörðun að skilja Stevie the TV eftir í Reykjavík og reyndist það his mesta þjóðráð hjá mér þar sem ekkert pláss var í bílnum og svo ekkert pláss í herberginu mínu heldur.. Þetta verður erfitt, en ég hef auðvitað ennþá hann Sölva mér til huggunar, þó svo hann nái ekki skjá 1..
En já, svo er það bara vinnan. Vinnuskóli Ísafjarðarbæjar, góðan dag! Þetta verður skrautlegt sumar.. Bjóst ekki við að ég yrði yfirflokkstjórinn, hélt að ég yrði með annan fótinn úti í beðum og fleiru, en það er skipulagning, skrifstofuvinna og fleira í þeim dúr sem bíður mín.. smá challenge , en ég vona að það hafist. Auðvitað alltaf gaman að fá stöðuhækkun, kominn tími til, maður er orðinn svo gamall.. haha
En já.. maður má víst ekki stelast til að blogga í vinnunni.. vona að ég verði ekki rekin fyrir þetta.. ;)

p.s. Til hamingju Liverpool-fólk(sérstaklega Óli bróðir)! Finally! :)

3 Comments:

At 26/5/05 22:25, Anonymous Nafnlaus said...

hér er smá gotterí handa ykkur systkinum..
http://www.storewars.org/flash/index.html

haha!
góða skemmtun..
sigga

 
At 31/5/05 21:14, Anonymous Nafnlaus said...

Ég er fantur í borg ógnarinar og frændi þinn.Stattu þig vel í beðunum því ég kem (SASmaður)kanske vestur og tek þau út hjá þér!Vertu góð við gamla strákinn á
afmælisdaginn hans og sjáðu um að
frekjan vaði ekki yfir hann!Mundu svo að Sverrir Kristjánsson og
Will Durant eru bestu sagnfræðingarnir.

Byð að heilsa karli föður þínum og
frekjuni.

Gummi frændi

 
At 17/6/05 00:30, Blogger Helgan said...

Á ekkert að gefa skýrslu hvernig er að vinna undir Nonna Bubbs??

 

Skrifa ummæli

<< Home