föstudagur, júlí 22, 2005

Föstudagskvöld á Ísafirði

Já loksins sný ég aftur!
Núna sit ég inní stofu með tölvuna í fanginu og hlusta á Bítlana á vínyl með pabba gamla. alveg ágætis endir á alveg hreint ágætis degi. Veðrið hefur verið með fínasta móti til tilbreytingar upp á síðkastið.
Ég fór í húsmæðraleik í dag og eldaði kvöldmat fyrir hyskið, spænskan baccalo rétt og tók svo til eftir matinn! Þetta get ég! hahah!
En já. Alltaf gaman að vinna með unglingum, merkilegt fólk upp til hópa. Oftar en ekki undarlegt gildismat hjá þeim.. Ég fékk einmitt tvær ungar stúlkur inn á skrifstofu hjá mér klukkan 9 í morgun sem spurðu hvort þær mættu fara heim af því þær vöktu til 4... Jáhá.. en auðvitað fengu þær ekkert að fara heim greyin, maður er nú svo mikill harðstjóri! En ég hleypti öllum heim aðeins fyrr í dag í tilefni þess að það væri föstudagur og ég í góðu skapi, þannig að ég vona að það allir séu sáttir...Tölvuleikir eru oftast aðal umræðuefnið hjá karlkyninu í þessum þjóðflokki unglinga.. War of warcraft er eitthvað sem er eitthvað voða mikið "inn" núna.. hef ekki hugmynd um hvað það snýst og efast um að ég gæti eitthvað í þeim leik.. einu leikirnir sem ég hef eitthvað fests í eru gömlu Sierra leikirnir.. Larry, Space Quest og Hero's Quest.. það eru sko alvöru leikir! Alls konar þrautir og maður þarf að pikka inn réttu skipanirnar. Larry reynir allt hvað hann getur til að fá konur í rúmið, en óheppnin eltir hann á röndum.. alveg dásamlega kaldhæðnir leikir. Allt í tvívídd og grafíkin gamaldags. Alveg yndislegt! Reminds me of a simpler time! En já.. það er svo sem ókei að spá í tölvuleikjum... en það er kannski einum of mikið þegar maður er farinn að sjá heiminn í stigum, borðum og levelum.... En hvað veit ég um það hvað framtíðum ber í skauti sér. kannski munum við bara lifa og hrærast í borðum/levelum og þvílíku. Menntaskólar og aðarar menntastofnanir munu kannski bara fella einingakerfið úr gildi.. "já, ég kláraði 3. borð í ensku en tapaði á 2. borði í þýsku of þarf að byrja upp á nýtt"- "jújú, hann kláraði öll borðin í lögfræðinni með fullt af aukalífum og fer því næst á Masters borð.." jájá, þetta verður stuð!


Game Over.
Replay Next Time.



p.s. Anna Sigga: ég sný aftur í borg óttans í lok ágúst. :)

1 Comments:

At 24/7/05 18:25, Anonymous Nafnlaus said...

Hlakka til að sjá þig:)

 

Skrifa ummæli

<< Home