fimmtudagur, júní 23, 2005

Ósómi

Mikið svakalega er maður latur við þetta blogg undanfarið. Reyndar gerist lítið fréttnæmt í mínu lífi þessa dagana. Ekkert nema vinna og einstaka helgarflipp sem enda oftar en ekki á sama hátt: timburmenn í sólarhring; þannig að núna er ég búin að svefja þess eið að gefa þess konar flippum frí, enda hefur maður ekkert að gera með þessa blessaða timburmenn, eða nein flipp hérna á Ísafirði. Geymi það bara til haustsins þegar snúið verður aftur til Reykjavíkur.

En annars langar mig að ræða eitt sem mér finnst vera farið að aukast um mun hérna á klakanum: Sorpblaðamennska.
Mikið rosalega leiðist mér þessi slúðurblöð hérna á Íslandi -sem og erlend slúðurblöð, tek bara minna eftir þeim- en já. Lengi vel var það Séð og heyrt sem var eina slúðurblaðið á makaðnum en núna er DV orðið að svona slúðursnepli líka og einnig farið að gefa út svipaðan hrylling og Séð og heyrt man-ekki hvað það heitir, Hér og Þar-Hér og nú-Héðan og Þaðan ... eitthvað í þeim dúr. Ókei, stundum er ágætt að fletta í gegnum svona blöð og lesa eitthvað um uppáhalds stjörnurnar sínar. En hverjum er ekki sama um einhverja plebba sem keyptu sér bíl á 5 milljónir eða óléttar fegurðardrottningar??? Mér finnst til dæmis umfjallanir DV um þessa hnakka-bloggara á kallarnir.is og fazmo.is svo fáránleg að ég get ekki annað en hlegið þegar ég sé þær. Hvaða pakk er þetta eiginlega? Ég hef heyrt að fazmo gaurarnir stæra sig af því að lemja þennan og hinn sem þeim líkar ekki við..hvers konar siðferði er þetta? Það er ekki töff að lemja fólk! Og DV skrifar svo svaka greinar um þessa svakalega "töff" gaura.. hvers konar skilaboð er þetta til þjóðarinnar? Er í lagi að beita fólk ofbeldi? Og kallarnir.is ... hjálpi mér.. þeir eru einmitt oft á síðum áðurnefndra blaða af einhverjum ástæðum sem ég get ekki hugsanlega ímyndað mér.. Þetta gefur svo ranga mynd af þjóðfélaginu og ungu fólki aðallega. Þetta einkenninst af yfirborðkenndum staðhæfingum um hvernig maður á að líta út, hvernig maður á að vera, hvað maður á að eiga og hvernig á að ná sér í drátt.. ótrúlega heimskulegt, yfirborðskennt og bara óraunverulegt eiginlega. Ég get ekki ímyndað mér að fólk sé í rauninni svo vitlaust að taka mark á þessu liði, amk að það fólk sé þá í minnihluta.. Ég vona það að minnsta kosti.
Annars væri kominn tími á nýtt Heimsósómakvæði.

3 Comments:

At 24/6/05 00:10, Anonymous Nafnlaus said...

Heyr heyr!!

 
At 24/6/05 20:58, Anonymous Nafnlaus said...

Gæti ekki verið meira sammála þér. Þetta er eins og talað úr mínum munni, alveg hreint hrikalega sorglegt og hverju er ekki sama hvort að ungfrú þtta eða hitt sé ólétt eða hvort að Eva sólon og kærastinn henna séu hætt saman!! Og fazmo..á ég að hlægja eða gráta!
Ekki góð skilaboð en DV finnst greinilega bara allt í lagi að fólk sé að kalla einhver aumingja og rolu.
Jæja allavega þá bið ég að heilsa :-)

 
At 29/6/05 09:28, Anonymous Nafnlaus said...

Ekki líkja köllunum saman við Fazmo. Kallarnir eru að grínast og gera grín að sjálfum sér en Fazmo er fúlasta alvara með allt saman.

 

Skrifa ummæli

<< Home