Bachelors sem drekka Knorr
Bollasúpur eru ágætis uppfinning fyrir okkur fátæku einhleypingana. Ég hef lítið verið að neyta þessarar voru undanfarin ár, þar sem ég hef verið einhleypingur í heimahúsi, og því hluti af heimilishaldi. Já það voru gömlu góðu dagarnir.. En núna er bollasúpan orðin stór hluti í neysluvenjum mínum.Mikið fjandi er erfitt að kaupa inn fyrir eina manneskju! Ef maður ætlar ekki að eyða stórfé í innkaup, þá fer maður væntanlega í ódýarari matvöruverslanir eins og Bónus. En Bónus er auðvitað með vörur í þvílíkum multipakkningum að halda mætti að hin íslenska kjarnafjölskylda samanstandi af meira en 10 meðlimum. Brauðin eru auðvitað aðeins seld í kílóavís og klósettpappírinn í tylftum.. maður þarf því að dröslast heim með 18 klósettrúllur sem duga fram í mars og taka upp allt plássið á baðinu og brauð sem verður að henda 2/3 af eftir nokkra daga því að það kemst ekki allt inní frysti. Annar möguleiki er auðvitað að versla í hinum búðunum.. 10/11 og Nóatúni og því... en aftur á móti eru þær 20% dýrari. Hvers eigum við einhleypu greyin að gjalda? Ekki nóg með að maður þurfi að hanga einn heilu og hálfu dagana, við þurfum líka að gjalda þess að vera ein. Maður sér aldrei nein tilboð handa einni manneskju! Að panta sér take away og fá sent heim til dæmis.. "Aðeins afgreitt fyrir 2 eða fleiri", þegar maður pantar sér pizzu í heimsendingu "Sendum aðeins heim fyrir 1500 eða meira", maður verður étandi pizzu í öll mál í 2 daga eftir! Ef það er 2 fyrir 1 einhversstaðar í bíó, þá er geturðu sko bölvað þér upp á það að þú færð ekki 50% afslátt sért þú einn.. þó þú borgir með einhverju töfrakortinu..
Já, þetta var pirringur vikunnar.. Mér er sko par sama um pör!
This kettle is boiling over.
I think I'm a banana tree.
Oh, dear...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home