þriðjudagur, október 12, 2004

Sólon Íslandus var það heillin

Sko hana mömmu mína! Auðvitað vissi hún þetta. Þetta var nefnilega bókin Sólon Islandus eftir hann Davíð Stefánsson.
Mútta hefir auðvitað um 30 ára forskot á okkur flest hin.. hefur lesið næstum allar bækur sem hafa verið gefnar út á íslensku held ég bara.. og er núna að lesa bækur á ensku um íslensku.. of flókið fyrir mig... vildi að ég væri svona aktív.. þetta kemur kannski með aldrinum ;)

Ég hef fengið nokkrar beiðnir um að halda áfram blogg-skrifum, en ég hef reynt að koma mér undan því með þó nokkrum ráðum; afsökunum um andleysi, leti og guð veit hvað.. En ég fæ víst ekki sloppið við þetta svo ég skal reyna að sýna hvað í mér býr.
Þetta er bara haustið sem fer svona í mann.. maður reynir að halda sönsum til að standa sig í námi og skila ritgerðum og verkefnum á réttum tímum... múhahah
Fjandans tími hleypur alltof fljótt frá manni.. þetta er hætt að vera sniðugt.. síðast þegar ég vissi var skólinn t.d. nýbyrjaður og engin próf á næstu grösum og maður undi sæll við sitt að dóla sér í skóalnum. Núna er hinsvegar bara búið að skella einu stykki próftöflu framan í mann og maður finnur hvernig hárið rís á hnakkanum við tilhugsunina um endalausan próflestur sem virðist engan enda ætla taka.. nema þegar mann vantar meiri tíma auðvitað. Þetta er einhver stefna hjá skólayfirvöldum held ég... að koma með próftöfluna nógu snemma til að hræða úr manni líftóruna svo maður fari nú að drattast til að gera eitthvað annað en að sitja á rassgatinu og bora í nefið fyrir framan sjónvarp eða internet og í rauninni að fara að gera það sem ætlast er til af háalvarlegum háskólastúdent...
Held ég haldi áfram með ritgerðina mína.
Cogito...


2 Comments:

At 16/10/04 00:33, Anonymous Nafnlaus said...

Har Har...

Gaman að sjá stelpuna skrifa eitthvað nýtt! Keep up the good work... þú ert algjör gullmoli stundum

Kv.

Oddbald (Odd & bald)

 
At 16/10/04 14:33, Anonymous Nafnlaus said...

já, það er best að hvetja þig áfram, hojhojhojhojhoj.. svo þú skrifir e-ð aftur! áfram sigrún
Sigga

 

Skrifa ummæli

<< Home