Upprisan
Þá er maður risinn upp frá Dauðum.... Eða næstum því. Það er búið að vera svo atburðalítið að maður hefur ekki fundið neina löngun til þess að blogga. Núna eru próf í menntaskólanum og ég sit hérna og fylgist með því að einhverjar eftirlegukindur séu ekki að svindla á prófunum. Haha! Ég man nú þegar ég svindlaði á prófi hérna í gamla daga.. humm.. ég ætti kannski ekki að setja það á netið, vil helst halda enn í stúdentsprófið mitt...Ég nenni ekki að finna neina bók núna til að spyrja um. Fólk verður bara að halda áfram að bíða spennt eftir því.
Jæja.. best að halda áfram við að... já.. deyja úr leiðindum.
1 Comments:
Bara að athuga hvort draslið virki ekki...
Skrifa ummæli
<< Home