Loksins! Bókagetraunin er komin aftur!
Hvaða skáldsaga hefst á þessum orðum:"Kvöld eitt í byrjun júlí, í gífurlegri hitasvækju, kom ungur maður út úr herbergi sem hann leigði við S-götu, gekk út á götuna og stefndi hægt og hikandi að K-brúnni.
Honum tókst að komast niður stigann án þess að mæta húsmóður sinni. Kytran hans var uppi á hanabjálka í háu fimmhæða húsi og líktist meira skáp en herbergi. Konan sem leigði honum og sá honum einnig fyrir fæði og þjónustu bjó á hæðinni fyrir neðan og í hvert sinn sem hann fór út varð hann að ganga fram hjá eldhúsdyrum hennar, sem jafnan voru galopnar fram á stigapallinn. Og í hvert sinn sem ungi maðurinn gekk þar hjá greip hann einhver sjúklegur ótti sem sem hann skammaðist sín fyrir og sem kallaði fram grettu á andliti hans. Hann skuldaði húsmóður sinni mikið og var hræddur við að mæta henni."
Og svo byrja!
7 Comments:
Hey, þeir sem eru ekki skráir blogger-eigendur, geta bara commentað umdir anonymous, en kannski bara láta nafns síns getið samt sem áð'ur.. svo ég viti nú hver svarar rétt og þannig ;)
Kv. Sigrúnið
Er ekki alveg að fatta þetta nýjs kommentakerfi, en vá til jhamingju , hvar hef ég verið ? Síðan er geðveikt flott hjá þér. Hvernig fórstu að þessu, nú neyðist ég til að drattast inn á msn bara held ég og fara yfirheyra þig. Svei mér þá þvílík snilld ;)
Hehe.. Well þér hefur samt tekist að fatta það ;)
Þetta var nú nokkuð auðveld breyting sko.. sór bara í template og valdi nýtt template og fixaði linkana aftur og allt það.. Voða lítið mál þannig séð.. myndin og það allt er svo úr prófælinu. :)
Jamms ég er eitthvað að skoða þessi mál líka hjá mér, en þú veist að það er fín mynd af þér á síðunni hans Hödda sem þú ættir að nota hehe. Ég er að spá í að stela henni sjálf og henda inn á myndasíðuna mína , en já þegar maður klikkar á myndina kemur einmitt prófælið þitt og svona ;)
Maríanna ..
Hæ hæ
Þetta var einhvern tímann í Gettu betur.. minnir að þetta sé 100 ára einsemd eða álíka.. eða bara Ameríka e. Kafka. hmm.. smá brainstorm í gangi. Finnst allt í einu að þetta sé eftir Kafka..
Sigga.
Hæ.. var búin að skrifa..
Held þetta sé annaðhvort 100 ára einsemd eða e-ð eftir Kafka.
og hananú
Sigga.
Nei hvorki Kafka né Marques.. Það var einmitt spurt um 100 ára einsemd eftir Marques þegar við létum ljós okkar skína þarna '99 ;) En þetta er samt heimsbókmenntaverk.
Skrifa ummæli
<< Home