Svarthol
Desember er versti mánuðurinn í mínu tiltölulega grámóskulega ári. Ég vildi helst geta farið að sofa í byrjun aðventu og vaknað aftur eftir þrettándann. Ég get ekki fundið gleði hjá mér við jólaljós, jólalög eða jólainnkaup. Svo er að að skreyta og gera allt jólalegt sem mörgum þykir svoooo gaman. Hvað er í gangi? Ég þyrfti auðvitað að byrja á því að þrífa, sem er mér lífsins ómögulegt nema í litlum einingum, svo að ákveða hvert draslið á að fara, hengja það upp. Jibbí, verki lokið. En nei nei. Það þarf að taka þetta niður aftur.. já auðvitað. Svo þegar manni tekst loks að ná frjárans draslinu niður, setja það í kassa og geyma einhvers staðar, þá eru bara aftur komin önnur fjandans jól.Ég slepp aldrei frá þessum fjanda. Svo er það auðvitað það skemmtilegasta af öllu. Að vera "charity case" þar sem maður er einn. Að vera boðið hingað og þangað af því að maður er nú einn. Vei.
Einu sinni var desember mánuður mikilla anna hjá mér. Ég var í prófum í háskólanum, var partur af litlum hóp sem sat saman og lærði undir próf. Þá hafði ég tilgang. Að læra undir próf, fara í próf, vera venjuleg manneskja í háskólnámi.
Í dag get ég ekki einu sinni lesið eina grein í tímariti vegna einbeitingarskorts. Að lesa var uppáhaldsiðjan mín.
Mér finnst ég alveg mega hata lífið núna.
2 Comments:
Heyrðu nú mig elsku systir þú ert ekkert boðin hingað og þangað af því að þú sért ein heldur vegna þess að við elskum þig :) mundu það mín kæra!
Ég kannast við þessa hugsun samt. Desember sökkar þegar maður er einn.
Skrifa ummæli
<< Home