Föstudagspælingar
Í dag er föstudagur enn á ný. Ég vaknaði klukkan 7:30 í morgun, sem ætti að teljast met hjá svefpurkum eins og mér. Ég mætti í Hugarafl kl 8:30 í morgun og er nú í tölvunni þar. Ég er svo glöð að eiga mér griðastað hérna. Hérna starfar gott fólk sem er alltaf tilbúið að aðstoða mann ef eitthvað bjátar á og einnig sækir gott fólk þennan stað. Ég hef eignast marga góða vini hérna síðustu mánuði og sérstaklega innan Unghuga, sem eru samtök ungs fólks innan Hugarafls.Síðastliðið ár hefur verið ár breytinga hjá mér, sumar jákvæðar, aðrar neikvæðar og enn aðrar hafa verið nauðsynlegar. Ég lít ekki á lífið sem kvöð lengur, þeas ekki núna, og stefni á það að gera það aldrei aftur.
Ég vona að þið 2 sem lesið þennan pistil eigið góða helgi og munið að klæða ykkur vel í kuldanum :)
2 Comments:
Hahaha hver er hinn sem les þetta ?
Þú ert dugleg elsku systir, lov jú ♥♥♥
ég les :)
Jana
Skrifa ummæli
<< Home